27.5.2008 | 23:02
Reykir
Reykir
Þann 19.nóvember 2007 héldum við af stað á Reyki, við pökkuðum niður í töskurnar og héldum af stað í rútu. Það var margt að gerast fyrsta daginn á Reykjum, allir voru svo spenntir að skoða allt, svo var haldið í íþróttahúsið, sýnt okkur matarstofuna, bjarnaborg og margt fleira, seinna vorum við skipt í þrjá stóra hópa hópur 1,2 og 3. Við seinna kynntumst Reyki miklu betur, haldið var einnig kvöldvökur, þar gátu krakkarnir skrifað á stórt plakat nafnið sitt og atriði sitt og sýnt það seinna, ég og vinkonur mínar héldum frábært dragshow sem tókst frábærlega. Svo voru einnig kennslutímar, einn tíminn var þegar við áttum að fara í fjöruna og týna dót og kryfja það, annar tími var þegar við fengum bók og það var spurt okkur spurningu, "Hvað myndir þú gera ef þú myndir fá 10.000"?, og svo var þriðji tíminn þar sagði kona okkur sögu í eitthverju hræðilegu húsi, svo margt annað eins og byljarborð, spil, og margt annað. Við kynntumst einnig Kalla kokk sem var kokkurinn og fóðraði okkur í sínum frábæra mat. Á fimmtudeginum var einskonar hárgreiðslukeppni, þar áttu stelpurnar að greiða og mála strákana, mjög skemmtilegt fyrir alla, en þó við unnum ekki en Jói í 7.AÖ komst í 2 sæti og Ragnar M í 7.AJ í þriðja. Á síðasta deginum var frjálst allan daginn, um kvöldið var síðasta kvöldvakan, þar sungu kennararnir undir Lollypopp lagið með Mika og dönsuðu, svaka fyndið og gaman, einnig var þetta lokaballið okkar, eftir það fórum við uppí matarsal og fengum kók í dós og prince polo, svo vorum við vakin daginn eftir og keyrt var okkur aftur heim uppí skóla, þar sóttu foreldrar okkar og við keyrðum heim með þær bestu minningar okkar í heilanum. Þetta var besta ferð alla mína ævi ég þakka fyrir mig og ég gæfi allt til að fara aftur. Takk fyrir (:
Markmið
Starfið í skólabúðunum á í öllum aðalatriðum að beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum. Í skólabúðunum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:
að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
- að auka félagslega aðlögun nemenda
- að þroska sjálfstæði nemenda
- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
- að auka athyglisgáfu nemenda
- að kynna landbúnað, sögu og atvinnuhætti á landsbyggðinni
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 29.5.2008 kl. 12:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.