Færsluflokkur: Menntun og skóli

Reykir

Reykir

 

Þann 19.nóvember 2007 héldum við af stað á Reyki, við pökkuðum niður í töskurnar og héldum af stað í rútu. Það var margt að gerast fyrsta daginn á Reykjum, allir voru svo spenntir að skoða allt, svo var haldið í íþróttahúsið, sýnt okkur matarstofuna, bjarnaborg og margt fleira, seinna vorum við skipt í þrjá stóra hópa hópur 1,2 og 3. Við seinna kynntumst Reyki miklu betur, haldið var einnig kvöldvökur, þar gátu krakkarnir skrifað á stórt plakat nafnið sitt og atriði sitt og sýnt það seinna, ég og vinkonur mínar héldum frábært dragshow sem tókst frábærlega. Svo voru einnig kennslutímar, einn tíminn var þegar við áttum að fara í fjöruna og týna dót og kryfja það, annar tími var þegar við fengum bók og það var spurt okkur spurningu, "Hvað myndir þú gera ef þú myndir fá 10.000"?, og svo var þriðji tíminn þar sagði kona okkur sögu í eitthverju hræðilegu húsi, svo margt annað eins og byljarborð, spil, og margt annað. Við kynntumst einnig Kalla kokk sem var kokkurinn og fóðraði okkur í sínum frábæra mat. Á fimmtudeginum var einskonar hárgreiðslukeppni, þar áttu stelpurnar að greiða og mála strákana, mjög skemmtilegt fyrir alla, en þó við unnum ekki en Jói í 7.AÖ komst í 2 sæti og Ragnar M í 7.AJ í þriðja. Á síðasta deginum var frjálst allan daginn, um kvöldið var síðasta kvöldvakan, þar sungu kennararnir undir Lollypopp lagið með Mika og dönsuðu, svaka fyndið og gaman, einnig var þetta lokaballið okkar, eftir það fórum við uppí matarsal og fengum kók í dós og prince polo, svo vorum við vakin daginn eftir og keyrt var okkur aftur heim uppí skóla, þar sóttu foreldrar okkar og við keyrðum heim með þær bestu minningar okkar í heilanum. Þetta var besta ferð alla mína ævi ég þakka fyrir mig og ég gæfi allt til að fara aftur. Takk fyrir (: InLove

Markmið

Starfið í skólabúðunum á í öllum aðalatriðum að beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum. Í skólabúðunum er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt:

að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
- að auka félagslega aðlögun nemenda
- að þroska sjálfstæði nemenda
- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
- að auka athyglisgáfu nemenda
- að kynna landbúnað, sögu og atvinnuhætti á landsbyggðinni

 

 

 

 


Landafræði

Verkefnið okkar á þessari önn var Evrópa álfan okkar Smile. VIð unnum í heftum og lásum í bókum komum okkur í tölvum og gerðum power pont glærur um lönd sem við völdum, hinsvegar valdi ég mér Bretland og Sviss . ástæðan afhverju, var sú að mér finnst Bretland vera spennadni og fræðandi land og það er mikið sem ég veit um þetta land, einnig er ég hálfbresk og fannst skemmtilegt að geta frætt um rætur mínar. Ég lærði margt um Bretland eins og t.d um Big Ben, hvað einkennir Bretland, matinn, ræktun, stjórnarfar og margt margt annað Smile.

Ég valdi mér einnig annað land, Sviss sem er lítið land, sem nær ekki að sjávarmáli og er mjög spennandi og fræðandi land, lítið og skemmtilegt. áður þá vissi ég nú ekki mjög mikið um Sviss, þar til að ég las mig um Sviss, nú veit ég stjórnarfar, ræktun, hversu margir íbúar eru og fullt fleira. Þetta verkefni reyndi mjög mikið á og var skmmtilegt, fræðandi og spennandi. Endilega skoðiði glærurnar minar. Takk (: .. Smile

 

 

 


Hallgrímur Pétursson - Spurningar

Hér segi ég frá hvað ég vara að gera í þessum glærum í síðasta bloggi. Nokkrar spurningar voru lagðar fram fyrir bekkinn Smile .

Spurningar :

a) hvernig þú vannst verkefnið

b) hvað þú lærðir af gerð þessa verkefnis

C) hvaða erfiðleikar urðu á vegi þínum

d) hvernig þér tókst  að setja glærurnar á slideshare

e) annað

 

a) Ég vann verkefnið í tölvum las mér um í bókum, fékk upplýsingar á netinu og frá öðrum nemendum, kennurum, skólastarfsmönnum og ættingjum. Ég fékk einnig upplýsingar frá Hallgrímskirkju ferðina sem við fórum í á síðustu önn. Þar aflaði ég mér upplýsingar. Ég eða við öll í bekknum unnum þetta fyrst í Word skjali sem var svo lesið og punktað og sett í Power Point glærur sem við settum á slideshare Smile.

b) Það sem ég lærði í þessu verkefni er heilmikið um Hallgrím Pétursson og líf hans á árum hans, einnig af hverju var Hallgrímskirkja skírð Hallgrímskirkja ?. Ég lærði að þetta var einstakur, ljóðrænn maður kannski ekki endilega fríður (sætur, fallegur) heldur hversu hann var góður í að semja ljóð. Ég lærði líka mikið um tíma hans og ástand tíma hans og hvað var á þeim tíma, hvað var gert hvernig matur var borin fram, siðir, matur, húsverk og fullt fleira.

C) Ég get nú ekki orðað erfileika, en það var nú erfitt að finna upplýsingar um hann því þetta er frá fornum tíma og ég átti smá vandamál með glærurnar og tölvurnar, hvernig ég átti að orða þetta og skrifa og allt það en á endanum tókst mér bara vel Smile.

d) Hvernig tókst mér að setja glærurnar á slideshare. ? það tókst bara mjög vel sko. Það hlaut að vera það auðveldasta sem ég hef gert, við "seivuðum"glærurnar og fórum inná slideshare og logguðum okkur inn "Importuðum" glærurnar og komum þeim inná slideshare og svo á bloggið Smile

e) annað ? þetta var bara ágætt verkefni einnig mjög fræðandi, spennandi gat verið leiðinlegt og neikvætt og pirrandi að gera þetta aftur og aftur ef mér tókst ekki.
Heilræðisvísurnar. Mér finnst Heilræðisvísurnar mjög skemmtilegar og mjög góðar, gaman að flytja þær fyrir bekkinn en það gat verið erfitt að læra þær utan af Smile.

"Ungum er það allra best
að óttast guð sinn herra
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra"

þetta var fyrsta erindi Heilræðisvísurnar. Ég þakka fyrir mig Smile.


Hallgrimur Peturson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband